Skip to main content

Eistnaflug: Rosalega skemmtilegt að vera valinn bestur í einhverju

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2017 21:48Uppfært 13. mar 2017 21:48

Þungarokkshátíðin Eistnaflug bætti við sig enn einu verðlaunum þegar hún var valin tónlistarhátíð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir skemmstu.


„Það er rosalega skemmtilegt að vera valinn bestur í einhverju, það gleður okkur alveg helling,“ segir Stefán Magnússon, helsti forsprakki hátíðarinnar.

Undirbúningur fyrir hátíðina í sumar gengur vel og eins og venjan er verður allt sett á fullt. „Við erum búin að vera að föndra þessa hátíð núna í 13 ár og við erum bara í svakalegu stuði.“

Þetta er önnur verðlaunin sem Eistnaflug fær á stuttum tíma en fyrir skemmstu fékk hún Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.

En hvað á að gera við verðlaunagripina? „Þeir fara upp á einhverja rosalega fallega hillu og verða þar næstu árhundruðin!“