Skip to main content

Eldar Hvítaskáldsins: Í hjartanu, ástinni og þjóðfélaginu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. des 2016 17:49Uppfært 13. des 2016 18:33

Fjöllistamaðurinn Ásgeir Hvíldaskáld sendi nýverið frá sér hljómplötuna Eldar brenna. Hann lýsir tónlistinni sem vísnapoppi en þar eru textarnir í fyrirrúmi.


„Platan heitir Eldar Brenna og fjallar um ástina sem brennur, þjóðfélagsgagnrýni sem brennur og söknuðinn sem brennur í hjartanu.“

Á plötunni er að finna 15 frumsamin lög. Fimm þeirra eru sungin af gestasöngvurunum en Ásgeir syngur sjálfur hin tíu. Platan er öll tekin upp á Egilsstöðum og við sögu kemur margt hæfileikafólk af Austurlandi en alls komu 36 tónlistarmenn að útgáfunni.

Ásgeir er lærður vísnasöngvari lýsir plötunni sem vísnapoppi þar sem höfuðáherslan er á textana. Hann flutti austur á Hérað frá Danmörku árið 2007 og fjalla textarnir að hluta til um þau umskipti.

„Mig langaði til að túlka upplifun mín að flytja hingað frá Kaupmannahöfn í tónlist. Síðasta lagið heitir Fjallalandið, og er þá átt við Austurland.“