Elma Valgerður og Kristín Joy unnu Barkann – Myndir

Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir frá Eskifirði og Kristín Joy Víðisdóttir úr Neskaupstað sigruðu í Barkanum, söngkeppni austfirsku framhaldsskólanna sem fram fór á föstudagskvöld.


Barkanafnið hefur til þessa verið kennt við söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum en keppnin var að þessu sinni haldin á Egilsstöðum í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurlands.

Sex atriði kepptu frá hvorum skóla og valdi dómnefnd síðan þrjú bestu atriðin. Þá völdu áhorfendur í sal sitt uppáhaldsatriði.

Elma Valgerður deildi þeim verðlaunum með Ástu Evlalíu Hrafnkelsdóttur en saman sungu þær Hold Back the River með James Bay. Þær urðu einnig í þriðja sæti hjá ME með það lag.

Elma Valgerður söng síðan Presley-lagið Can‘t Help Falling in Love til sigurs. Sigríður Hlíðkvist G. Kröyer varð önnur með In the Night með The Weeknd.

Hjá VA sigraði Kristín Joy en hún flutti Don‘t You Remember með Adele. Óskar Sveinsson og Bargi Örn Ingólfsson urðu í öðru sæti með Nice Guys eftir Ryan Higa og Margrét Kolka Hlöðversdóttir Jarþrúður Hulda Atladóttir urðu í því þriðja með How Deep is Your Love.

Barkinn2016 0116 Web
Barkinn2016 0005 Web
Barkinn2016 0021 Web
Barkinn2016 0138 Web
Barkinn2016 0144 Web
Barkinn2016 0151 Web
Barkinn2016 0027 Web
Barkinn2016 0080 Web
Barkinn2016 0173 Web
Barkinn2016 0050 Web
Barkinn2016 0183 Web
Barkinn2016 0063 Web
Barkinn2016 0059 Web
Barkinn2016 0185 Web
Barkinn2016 0110 Web
Barkinn2016 0087 Web
Barkinn2016 0095 Web
Barkinn2016 0104 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.