Eskfirðingur sigraði í sjómannalagakeppni

Ríflega sjötugur Eskfirðingur, Óli Fossberg, samdi lagið Blikandi bárur sem bar sigur úr bítum í Sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins.

 

oli_fossberg.jpgÍ viðtali við Sirrý á Rás 2 í morgun kom fram að lagið er um fjörutíu ára gamalt. Óli leikur sjálfur á ýmis hljóðfæri en diskur með lögum eftir hann er væntanlegur fljótlega. Hann hefur aldrei sjálfur verið á sjó en það hafa fjórir synir hans gert.

Ellert Borgar og Randúlfarnir fluttu lagið í keppninni. Textinn er eftir Aðalbjörn Úlfarsson.

Hlusta má á lagið hér á vef Rásar 2 .

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.