Skip to main content

Fann iPod sem lá úti í tvö ár

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. júl 2010 21:46Uppfært 08. jan 2016 19:21

Þorgerður María Þorbjarnardóttir fann á dögunum iPod í svokölluðum Múla uppi á Jökuldal þar sem hún var að vinna að uppgræðslustörfum í vinnuskólanum. Tækið hafði legið þarna í tvö ár.

heimtur_ipod_tobbi.jpgÞorgerður var að vinna við að sá fræi og dreifa áburði þarna í Múlanum þegar hún kom auga á ipodinn í moldarflagi sem hún var að græða upp. Fljótlega kom í ljós að tækið var í besta lagi þrátt fyrir að hafa legið þarna í flaginu í tvö ár.

Við rannsóknir kom í ljós að myndir frá fermingaveislu eigandans voru inni á minni tækisins og þannig komst fjölskilda Þorgerðar á sporið um hver ætti tækið. Þá kom í ljós að tækið hafði legið þarna í flaginu í tvö ár síðan eigandinn Atli Grétar Ingólfsson hafði týnt því þegar hann einmitt var að vinna við sömu iðju á vegum vinnuskólans tveim árum áður.

Það var síðan í dag að tækinu var skilað til eigandans þegar stjúpa hans Ólöf Óladóttir tók við tækinu úr hendi Þorgerðar Maríu, en Atli Grétar mun vera staddur erlendis eða rétt ókominn til landsins.