Fátt eins skemmtilegt og að setja upp leikrit

Katla Heimisdóttir fer með annað aðalhlutverkið í sýningunni We Will Rock You sem Djúpið, nemendaleikhús Verkmenntaskólans á Austurlandi sýnir um þessar mundir. Katla er í yfirheyrslu vikunnar að þessu sinni.



We Will Rock You er glæsilegur söngleikur samin í kringum lög rokkhljómsveitarirnar Queen og leikstýrt af Benedikti Karli Gröndal. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi og seinni tvær sýningar þess eru á morgun. Hér má sjá sýningartíma og upplýsingar um miðakaup.

Af hverju varð þetta verk fyrir valinu? „Við kusum og þetta fékk flestu atkvæðin enda er frábær tónlist í þessu verki og skemmtilegur söguþráður,“ segir Katla.

„Sagan gerist í framtíðinni þar sem búið er að banna alla tónlist í heiminum nema einhverja ömurlega forritaða tónlist sem er framleidd af Heimskringlu HF, auk þess sem allskonar reglur eru um klæðnað og fleira.“

Katla segir undirbúininginn og fyrstu sýningar hafa gengið mjög vel. „Auðvitað hefur þetta verið mikil og krefjandi vinna. Einnig féll Stefán Már frá sem var einstakur maður og kennari í skólanum okkar sem átti stað í hjörtum margra, en hann hjálpaði okkur einmitt að smíða leikmyndina. Viðtökur eru held ég bara góðar er allavegana ekki búin að heyra neitt neikvætt sem hlýtur að boða gott.



Fullt nafn: Katla Heimisdóttir.

Aldur: 17 ára.

Skóli: Verkmenntaskóli Austurlands.



Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Asískum núðluréttur held ég.

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Geta stjórnað tímanum eins og til dæmis spólað til baka eða stoppa tímann.

Hvert stefnir þú í framtíðinni? Væri mjög til að fara og læra tónlist eða leiklist í útlöndum.

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Föstudagur því þá er komin helgi og þá hefur tíma til að gera eitthvað sem þér langar að gera.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Úff veit ekki get ekki valið.

Hvað er í töskunni þinni? Tölva og pennaveskin.

Draumastaður í heiminum? Tunglið.

Hvernig er tónlistarsmekkurinn þinn? Rosa blandað! mikið fyrir gamla rokktónlist og popp tónlist og svo klassíska tónlist inn á milli, en já er soldið mikið fyrir alla tónlist!

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Núna meðan þetta ferli er i gangi þá er það; Vakna, skólinn, kóræfing, leiklistaræfing og svo er komið kvöld og þá fer ég oft að gera eitthvað með vinum eða horfa á þætti eða einhverja góða mynd .

Duldir hæfileikar? Get leyst Rubiks kubb á innan við einni og hálfri mínútu.

Mesta afrek? Sumarið 2015 gekk okkur meistaraflokki kvenna í fótbolta mjög vel og er mjög stolt af því, svo var mér boðið ásamt Maríu Bóel að syngja á jólatónleikum með þekktum söngvörum t.d. Jóhönnu guðrúnu, Ernu Hrönn og fleirum og svo er ég af sjálfsögðu mjög stolt af sýningunni okkar.

Settir þú þér áramótaheit? Já læra á munnhörpu.

Ertu nammigrís? Já pínu!

Helstu kostir þess að vera í VA? „Hótel mamma“ er mjög mikill kostur og svo er námið rosa fjölbreytt.

Hvað gefur leiklistin þér? Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að syngja og hef mjög mikin áhuga á kvikmyndum. Mér þykir fátt jafn skemmtilegt en að setja upp leikrit.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Ég ætla að sýna tvær sýningar á laugardaginn, annars vegar klukkan þrjú og hins vegar klukkan átta. Svo að pakka fyrir Barcelona ferð sem ég er að fara í á mánudaginn.

Af hverju má enginn missa af sýningunni? Því hún er fáránlega fyndin og skemmtileg líka skemmtileg tónlist og vel spiluð og sungin lög,

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.