Skip to main content

Áfengissala dregst saman á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. jan 2010 21:33Uppfært 08. jan 2016 19:21

Samkvæmt tölum frá ÁTVR hefur áfengissala í Vínbúðum fyrirtækisins á Austurlandi, frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, dregist saman um 225 þúsund lítra eða um 28% milli áranna 2007 og 2009.

Úr Vínbúðinni á Egilsstöðum.  Mynd SigAð Að sögn Brynjars Júlíussonar verslunarstjóra í Vínbúðinni á Egilsstöðum og svæðisstjóra vínbúða á Austurlandi, nam salan árið 2007, 847 þúsund lítrum en fór niður í 622 þúsund lítra árið 2009 og nemur minkunin 28% milli þessara ára.

,,Árið 2008 seldust 682 þúsund lítrar í vínbúðum eystra og nemur samdráttur í sölunni milli áranna 2007 og 2008 19% og samdrátturinn milli áranna 2008 og 2009, 9%.  Hafa ber í huga að á árinu 2007 var enn mikil starfsemi vegna virkjana og stóryðjuframkvæmda, en sú starfsemi var sáralítil árið 2008, það sást marktækur munur þegar framkvæmdunum lauk. Á framkvæmdaárnum á undan þeim sem hér eru tilgreind var salan meiri en hér kemur fram" segir Brynjar.