Skip to main content

Ferðamenn böðuðu sig á Söluskálaplaninu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. júl 2016 10:27Uppfært 08. júl 2016 11:03

Starfsmaður í miðbæ Egilsstaða varð nokkuð undrandi þegar hann mætti til vinnu í morgun. Gegnt vinnustað hans sá hann ferðamenn baða sig allsnakta á bílaþvottaplani Söluskálans.


„Ég þurfti að nudda augunum til að vera viss um hvað ég sæi,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson forritari, sem reyndar titlar sig njósnara í símaskrá, en hann hefur skrifstofu með útsýni yfir þvottaplanið.

Þar sá hann tvo karlmenn baða sig kviknakta. Þeir hafi verið með sápu og alla græjur og verið hina rólegustu meðan þurrkuðu sig. Þeir hafi verið allsendis ófeimna við umferðina sem var í kringum þá. Til að mynda hafi annað brugðist við athugasemd ökumanns með því að stökkva upp á lágan steypuvegg og „veifa sprellanum framan í hann.“

Kvenmaður hafi verið með í för sem sýnilega haft mjög gaman af uppátækinu.

Myndir: Garðar Valur Hallfreðsson, njósnari

thvottaplan2