Skip to main content

Fimm Austfirðingar í framboði í stúdentaráðskosningum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. feb 2017 11:26Uppfært 01. feb 2017 11:26

Fimm Austfirðingar eru á framboðslistum til stúdentaráðs Háskóla Íslands en kosið er í dag og á morgun. Austfirðingarnir eru allir á lista Röskvu.


Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir frá Fáskrúðsfirði er eini Austfirðingurinn í framboði sem aðalmaður en hún skipar fjórða sætið á lista verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Tveir Norðfirðingar, Hrönn Hilmarsdóttir og Anna Margrét Arnarsdóttir eru varamenn á lista heilbrigðisvísindasviðs.

Þriðji Norðfirðingurinn, Guðjón Björn Guðbjartsson er varamaður á félagsvísindasviði. Þar er einnig Héraðsbúinn María Hjarðar.

Kosið er á milli klukkan 9-18 í dag rafrænt á innri vef Háskólans. Tvær hreyfingar leggja fram framboðslista, Röskva og Vaka.