Fimmta ljóðabók Lubba Klettaskálds komin út
Fellbæingurinn Lubbi Klettaskáld hefur sent frá sér ljóðabókina Skapalón, þá fimmtu á ferlinum. Hann valdi þá leið að gefa bókina út sjálfur. Hún er komin út á pappír og von er á rafbókaútgáfu.
Ljóðin eru samin eftir bankahrunið 2008 og eru því í dekkri kantinum þótt aldrei sé langt í kómíkina. Lubbi hefur einnig gaman af því að leika sér að orðum og er enginn skortur á slíku í Skapalóni.
Áður hafa komið út ljóðabækurnar Kvæða hver? Skrafl, Svart á hvítu og Kvæðahver.
Sem sagt
sem ég
sit hér
og drekki
mínum
sorgum
oní
hyldjúpt
vínglasið
sorglegur
bitur
einmana
kuldalegur
vitur
máttvana
sem ég
sit hér
sem ég