Skip to main content

Fimmtán ára Norðfirðingar í flekasmíð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. júl 2021 15:06Uppfært 01. júl 2021 15:06

Ungir en stórhuga Norðfirðingar réðust nýverið í að smíða fleka og hafa sjósett hann. Hugmyndin að flekanum kviknaði í sögutíma í Nesskóla.


„Hugmyndin kom upp í sögutíma hjá Óskar Ágústi Þorsteinssyni þar sem fjallað var um fleka,“ segir Hlynur Fannar Stefánsson, einn af þeim sem standa að baki flekanum.

Hlynur Fannar hefur nóg að gera í sumar því auk flekasmíðinnar er hann í vinnuskóla Fjarðabyggðar, hjá sláttuþjónustu Járnkarls og í kjörbúðinni.

Hann segir að fyrsti túrinn á flekanum hafi verið spennandi en krefjandi. „„Ég og vinir mínir smíðuðum flekann úr timbri í bílskúrnum hjá Arnari Jacobsen, en til að halda honum á floti fylltum við hann af olíubrúsum sem við fengum frá Einari Sveini.

Þegar flekinn var tilbúinn fengum við Jóa Tryggva til að hjálpa okkur að flytja hann í kajak fjöruna í Neskaupstað. Þá fóru ég, Benedikt Arnfinnsson og Skúli Þór Ingvarsson stuttan rúnt á honum,“

Í samtali við Austurfrétt sagði Benedikt að flekinn hefði virkað vel. Hann bætti við að framtíðaráform væru um að stækka flekann og setja mótor á hann.

Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Hlynur Fannar Stefánsson, Patrekur Aron Grétarsson, Benedikt Arnfinnsson og Arnar Jacobsen.