Fjarðabyggð tapaði naumlega í Útsvari
Fjarðabyggð tapaði naumlega fyrir liði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar í kvöld.
Lið Fjarðabyggðar tapaði með 73 stigum gegn 94 stigum Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar í kvöld. Liði Fjarðabyggðar gekk vel framan af keppni, var yfir fram í flokkaspurningar en þar komst Garðabær fyrst yfir í keppninni, frá því í byrjun er staðan var 4-0. Fjarðabyggð klikkaði síðan á tveimur stórum 15 stiga spurningum sem Garðabær hirti hreiturnar af, eða fékk þrjú stig fyrir hvora. Garðabær endaði svo á að vita tvær af þremur 15 stiga spurningum sínum, þó Vilhjálmur Bjarnason, Norðfirðingurinn í liði Garðabæjar vissi að vísu svarið við þeirri þriðju, en var ofurliði borinn af símavini sínum. Það dugði Fjarðabyggð þó ekki til og voru úrslitin sem áður sagði 73-94.
Í lok þáttarins var dregið í átta liða úrslit Útsvars og dróst Fljótsdalshérað á móti Skagafirði. Keppnin við Skagfirðinga fer fram annan laugardag, 26. febrúar.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.