Skip to main content

Fjarðabyggð tapaði naumlega í Útsvari

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. feb 2010 21:29Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fjarðabyggð tapaði naumlega fyrir liði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar í kvöld.

fjardabyggd.jpgLið Fjarðabyggðar tapaði með 73 stigum gegn 94 stigum Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar í kvöld.   Liði Fjarðabyggðar gekk vel framan af keppni, var yfir fram í flokkaspurningar en þar komst Garðabær fyrst yfir í keppninni, frá því í byrjun er staðan var 4-0.  Fjarðabyggð klikkaði síðan á tveimur stórum 15 stiga spurningum sem Garðabær hirti hreiturnar af, eða fékk þrjú stig fyrir hvora.  Garðabær endaði svo á að vita tvær af þremur 15 stiga spurningum sínum, þó Vilhjálmur Bjarnason, Norðfirðingurinn í liði Garðabæjar vissi að vísu svarið við þeirri þriðju, en var ofurliði borinn af símavini sínum. Það dugði Fjarðabyggð þó ekki til og voru úrslitin sem áður sagði 73-94.

Í lok þáttarins var dregið í átta liða úrslit Útsvars og dróst Fljótsdalshérað á móti Skagafirði.  Keppnin við Skagfirðinga fer fram annan laugardag, 26. febrúar.