Fjarðabyggð í undanúrslit Útsvars: Þessi keppni hentaði okkur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. mar 2013 23:04 • Uppfært 08. jan 2016 19:24
Fjarðabyggð er komin í undanúrslit spurningakeppninnar Útsvars eftir 85-44 sigur á Fjallabyggð á miðvikudagskvöld. Einn liðsmanna segir árangurinn velta á hvort spurningarnar henti liðinu og það hafi gerst þetta kvöld.
„Keppnin hentaði okkur mjög vel. Þetta er alltaf 50% heppni, að hitta á réttu spurningarnar,“ segir Kjartan Bragi Valgeirsson sem er í liðinu ásamt Jóni Svani Jóhannssyni og Sigrúnu Birnu Björnsdóttur.
Góð frammistaða lagði grunninn að sigrinum, sem oft áður, en Fjarðabyggð fékk þar 30 stig gegn tólf stigum Fjallabyggðar. Fyrir stóru spurningarnar var munurinn kominn í 26 stig. „Það var mjög þægilegt.“
Síðasta viðureign fjórðungsúrslita verður eftir páska en þá mætast Skagafjörður og Snæfellsbær. Lið Reykjavíkur og Reykjanesbæjar höfðu áður tryggt sér sæti í undanúrslitunum.