Fjölmenn æskulýðsmessa gleðinnar í Vopnafjarðarkirkju: Myndir

img_1710_web.jpg
Unglingar í æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði söfnuðu í síðustu viku 65 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi í þágu þrælabarna á Indlandi með kaffisölu í framhaldi af árlegri æskulýðsmessu í Vopnafjarðarkirkju um 150 manns mættu til messunnar.

Undirbúningur fyrir messuna núna og kaffisöluna hefur staðið yfir í nokkurn tíma, en á laugardag og sunnudag var bakað og safnaðarheimilið og kirkjan skreytt í tilefni dagsins með brosköllum, blöðrum og litríkum borðum, en þema messunnar var „Gerið gleði mína fullkomna“ (Fil. 2.2). Messan var með nýstárlegu sniði með áherslu á fjölbreytni í tónlistar-og leikatriðum á léttum nótum með gleðina í fyrirrúmi, þar sem margir komu fram ásamt kirkju-og barnakórnum. 

„Undanfarin ár hafa unglingarnir í æskulýðsfélagi Hofsprestkalls – Kýros – á Vopnafirði vakið athygli fyrir frumkvæði og dugnað. Þar stendur hæst Vinavikan á haustin. Með framtakinu finna unglingarnir, að þau geta haft áhrif til góðs með því að láta til sína taka, auðgað mannlífið á Vopnafirði og glætt von um betri heim og bjarta framtíð,“ segir í tilkynningu.

Myndir: Magnús Már Þorvaldsson
 
img_9828_web.jpgimg_1743_web.jpgimg_1713_web.jpgimg_1715_web.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.