Skip to main content

Fjölmenni á Barramarkaði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2012 18:52Uppfært 08. jan 2016 19:23

barramarkadur_0001_web.jpg
Mikil umferð var á jólamarkaði Barra sem haldin var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum á Fljótsdalshéraði í gær. Þar eru seld jólatré og ýmis framleiðsla úr heimahéraði.

Talið er að um eitt þúsund manns víða úr fjórðungnum hafi sótt markaðinn í gær sem var sá stærsti frá upphafi. Fullt var á markaðinum frá því hann opnaði á hádegi og fram yfir auglýstan lokunartíma klukkan fjögur.

Skógarræktendur eru þar mest áberandi með jólatrjáasölu sína. Um sextíu sölubásar voru þar sem kenndi ýmissa grasa, matur, handverk, geisladiskar, borðspil, fatnaður og fleiri vara af Austurlandi.