Fjölsóttur Tæknidagur – Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. okt 2017 08:31 • Uppfært 26. okt 2017 19:45
Fjöldi gesta lagði leið sína á Tæknidag fjölskyldunnar sem haldinn var í húsakynnum Verkmenntaskóla Austurlands nýverið. Dagurinn er tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir kynna þar starfsemi sína.
Meðal annars var hægt að fylgjast með efnatilraunum hjá Matís, útskurði á Norðfjarðarflóa í FabLab og prófa reykköfun hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar.
Ævar vísindamaður var á staðnum og vinsæll meðal ungra aðdáenda sem hann veitti eiginhandaáritanir og bauð upp á efnatilraunir.
Austurfrétt mætti á staðinn og fangaði stemminguna.