Skip to main content

Flugakademía Keilis á Egilsstöðum á morgun: Kynnisflug í boði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. maí 2012 22:41Uppfært 08. jan 2016 19:23

flugmadur_keilir_web.jpg

Flugakademía Keilis verður á Egilsstöðum á morgun, miðvikudag, til að kynna flugnám og annað námsframboð við skólann. Keilismenn munu taka tal á heimafólki, hitta gamla nemendur, bjóða áhugasömum að skoða eina af kennsluflugvélum Keilis og fara í kynnisflug yfir bæinn. 

 

Heimsóknin verður tekin upp á myndband, en stefnt er að gera heimsóknina sem skemmtilegasta. Flugakademía Keilis býður upp á nám í flugtengdum greinum eins og einkaflugnám, atvinnuflugnám til blindflugsréttinda, flugþjónustunám og nám í flugumferðastjórn.

Keilismenn stefna á að vera á flugvellinum milli klukkan 11 og 15. Skráning í kynnisflugið er á www.facebook.com/keilir.