Skip to main content

Flytja þekkta baráttusöngva í Valhöll í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. ágú 2016 12:42Uppfært 18. ágú 2016 12:42

Þátttakendur í alþjóðlega ungmennaskiptunum „People4People“ koma fram og flytja nokkur lög á setningarhátíð 230 ára afmælis Eskifjarðar í Valhöll í kvöld.



Verkefnið heitir „People4People – Stand up for your rights“ og er þetta þriðja árið í röð sem Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi tekur þátt, ásamt kirkjum frá Suður-Þýskalandi og Póllandi. Í ár er Ísland í hlutverki gestgjafa, en árið 2014 fór það fram í Þýskalandi og Póllandi í fyrra.

Hópurinn telur 25 nemendur sem hóf för sína á Akureyri, en hefur dvalist mestan hluta tímans í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum. Umsjónarmenn verkefnisins eru þau Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur og Erla Björk Jónsdóttir, sem hefur starfað sem héraðsprestur meðan Davíð Þór hefur verið í fæðingarorlofi.

Hlutverk verkefnisins er að þátttakendur fræðist um ýmiskonar réttindabaráttu minnihlutahópa og hvernig tónlist er notuð í þeim tilgangi, en hluti hópsins eru tónlistarnemendur og munu æfa upp nokkra þekkta baráttusöngva sem þau munu flytja í Valhöll í kvöld.

Hér er heimasíða verkefnisins.