Fortitude: Stikla úr nýrri seríu

Fyrsta stiklan úr annari seríu spennuþáttanna Fortitude sem teknir voru upp á Austurlandi í vetur hefur verið birt á netinu.


Önnur sería var tekin upp víða um Austurland, að mestu á Reyðarfirði, en einnig talsvert á Eskifirði, Seyðisfirði og víðar um fjórðunginn.

Önnur sería gerist á sama sögusviði og sú fyrri og byggist upp í kringum nýja morðgátu í hinu hættulega norðurheimskauts umhverfi. Stiklan er dimm og drungaleg þar sem lag Bjarkar „It's Oh So Quiet“ hljómar undir en svo æsast leikar í takt við lagið og ljóst að nóg verður um að vera. Stiklan endar svo á viðvöruninni, "Bad things come at night. You need to be ready," sem myndi útleggjast á hinu ylhýra „Það kemur eitthvað slæmt á nóttunni. Þið verðið að vera tilbúin.”

Serían verður frumsýnd á sjónvarpsstöðinni Sky í janúar 2017. Dennis Quaid og Michelle Fairley fara með aðalhlutverk í nýju seríunni en auk þeirra snúa ýmsir leikarar úr fyrr þáttaröðinni aftur svo sem Sofie Gråbøl, Richard Dormer og Björn Hlynur Haraldsson.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.