Skip to main content

Fortitude: Stikla úr nýrri seríu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. júl 2016 16:42Uppfært 14. júl 2016 19:49

Fyrsta stiklan úr annari seríu spennuþáttanna Fortitude sem teknir voru upp á Austurlandi í vetur hefur verið birt á netinu.


Önnur sería var tekin upp víða um Austurland, að mestu á Reyðarfirði, en einnig talsvert á Eskifirði, Seyðisfirði og víðar um fjórðunginn.

Önnur sería gerist á sama sögusviði og sú fyrri og byggist upp í kringum nýja morðgátu í hinu hættulega norðurheimskauts umhverfi. Stiklan er dimm og drungaleg þar sem lag Bjarkar „It's Oh So Quiet“ hljómar undir en svo æsast leikar í takt við lagið og ljóst að nóg verður um að vera. Stiklan endar svo á viðvöruninni, "Bad things come at night. You need to be ready," sem myndi útleggjast á hinu ylhýra „Það kemur eitthvað slæmt á nóttunni. Þið verðið að vera tilbúin.”

Serían verður frumsýnd á sjónvarpsstöðinni Sky í janúar 2017. Dennis Quaid og Michelle Fairley fara með aðalhlutverk í nýju seríunni en auk þeirra snúa ýmsir leikarar úr fyrr þáttaröðinni aftur svo sem Sofie Gråbøl, Richard Dormer og Björn Hlynur Haraldsson.