Skip to main content

Framsókn stærst í skuggakosningunum í Fjarðabyggð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. nóv 2016 10:37Uppfært 07. nóv 2016 10:37

Framsóknarflokkurinn hefði verið stærsti flokkur Norðausturkjördæmis og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur miðað við úrslit skuggakosninga ungmennaráðs Fjarðabyggðar sem framfór samhliða þingkosningunum.


Framsóknarflokkurinn fékk 28% atkvæða og hefði samkvæmt því fengið 4 þingmenn. Í kosningunum sjálfum fékk flokkurinn ekki nema 20% og tvo þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn náði í 23% og þrjá þingmenn, jafnmarga og í kosningunum sjálfum en 3,5% prósentustiga minna fylgi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk 14% og einn þingmann í skuggakosningunum, þingmanni og 6 prósentustigum minna en í kosningunum.

Píratar og Viðreisn fengu 9% og 8%, þingmann hvort og svipað fylgi og í kosningunum.

Björt framtíð og Flokkur fólksins fengu 5%, Samfylkingin og Alþýðufylkingin 3% og Dögun 2% en enga þingmenn hjá ungmennunum.

Kjörsókn var 22%, afar mismunandi eftir svæðum. Mest var hún á Reyðarfirði þar sem 39% mættu á kjörstað en aðeins 12% á Norðfirði þar sem langflestir voru á kjörskrá. Atkvæðarétt höfðu ungmenni á aldrinum 14-17 ára.

Ungmennaráð Fjarðabyggðar stóð fyrir kosningunum og taldi atkvæði á fundi sínum fyrir helgi. Mynd: Fjarðabyggð