Skip to main content

Franskir dagar: Heiðraði afa sinn í minningarathöfn um franska sjómenn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. júl 2016 16:22Uppfært 26. júl 2016 16:01

Gestur franskra daga, frakkinn Maxime Normand, merkti leiði afa síns í franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði um helgina. Afinn lést við veiðar á Íslandsmiðum en Normand var viðstaddur minningarathöfn um franska sjómenn í franska grafreitnum á laugardaginn.


Einn af föstu liðunum í dagskrá Franskra daga er minningarathöfnin þar sem þeim sjómönnum sem hvíla í Franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði er vottuð virðing. Gestir sem hafa sótt minningarathafnirnar í gegnum árin segja þær ætíð nokkuð tilfinningaþrungnar og að þær snerti franska gesti jafnan djúpt.

Í ár var minningarathöfnin einstök að því leiti að einn gestanna, Maxime Normand frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar Gravelines, kom sérstaklega til að heiðra minningu afa síns. Á plötu sem Normand festi á krossinn á leiði afa síns stendur „on parlera de toi et tu seria la“ sem útleggst eitthvað á þessa leið á íslensku, „þegar við tölum um þig ertu hjá okkur“.

Auk Maxime Normand sóttu Fáskrúðsfjörð heim um helgina franski sendiherrann á Íslandi Philippe O’Quin, borgarstjóri Gravelines Bertrand Ringot, ásamt tveimur fulltrúum úr bæjarstjórn Gravelines, Valerie Genevet og Danielle Pecourt.

 

Normand kross

Normand festi plötu á krossinn á leiði afa síns.

Normand fulltruar

Viðstödd minningarathöfnina voru meðal annars bæði fulltrúar frá Fjarðabyggð og Gravelines, vinabæ Fáskrúðsfjarðar.