Frátekin stæði fyrir umhverfisvænni bíla
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. des 2016 18:34 • Uppfært 29. des 2016 18:37
Sex stæði hafa verið tekin frá á bílastæði Alcoa Fjarðaáls sem sérstaklega eru ætluð bílum sem ganga fyrir innlendum orkugjöfum svo sem rafmagni, vetni og metani.
Stæðin eru næst þjónustubyggingu Fjarðaáls. Við þau eru hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafmagnsbíla án endurgjalds.
Stæðin eru hluti af umhverfisstefnu fyrirtækisins sem hvatt hefur starfsmenn til að velja sér bíla sem hafi minni áhrif á umhverfið.
Vistorkustæðin hafa verið merkt til bráðabirgða með límmiðum, en fljótlega verða sett upp skilti og með vorinu verða stæðin máluð græn.