„Friðargangan er hæglátur og fallegur viðburður“

„Það var alltaf friðarganga á Þorláksmessu hér á Seyðisfirði sem svo lagðist af fyrir nokkrum árum, en við endurvöktum hana fyrir fjórum árum,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli.


Friðarganga verður á Seyðisfirði á morgun, Þorláksmessu. Mæting er við sjúkrahúsið klukkan 16:30 og farið verður af stað klukkan 17:00.


Lánsöm að búa á Íslandi

Það voru þær Sigríður Rún, Elva Hlín Pétursdóttir og Benedikta Guðrún Svavarsdóttir sem endurvöktu gönguna ásamt Jónínu Brá Árnadóttur.

„Það eru fjölmargir sem koma að framkvæmdinni og allir boðnir og búnir að leggja okkur lið. Þetta er hæglátur og fallegur viðburður sem lætur ekki mikið yfir sér, en hann hefst og endar á söng. Þáttakan hefur verið mjög góð, á bilinu 60-70 manns ár hvert.

Við finnum fyrir að áhuginn er enn meiri núna þegar ástandið í heiminum er eins og það er, en fólk vinn sýna samstöðu og mótmæla. Þetta er svo fjarri okkur að við getum ekki ímyndað okkur hvernig þetta er og erum ótrúlega lánsöm að búa á Íslandi,“ segir Sigríður Rún. 

Gengið verður frá sjúkrahúsi, niður Suðurgötu, meðfram Lóni og fram hjá sýslumanni og endað við Seyðisfjarðarkirkju.

Fjölnotakyndlar verða til sölu, ásamt kyndlaolíu. Fólk er hvatt til að mæta með gömlu kyndlana sína, en boðið verður upp á fría áfyllingu á staðnum.

Halldóra Malin Pétursdóttir flytur friðarhugvekju í lok göngu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.