Frítt á söfn í Fjarðabyggð fyrir íbúa sveitarfélagsins

Frítt verður í öll söfn á vegum Fjarðabyggðar fyrir íbúa sveitarfélagsins frá tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.



Gunnar Jónsson, bæjarritari Fjarðabyggðar, segir ákvörðun um ókeypis aðgang fyrir íbúa í söfn sveitarfélagsins hafa verð tekna í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2016 og miði í aðalatriðum að því að hvetja íbúa til að njóta þess fjölbreytta safnakosts sem sveitarfélagið hefur byggt upp.

„Með aukinni þekkingu á söfnunum, getum við enn fremur byggt upp almennari vitund um þá skemmtilegu og fræðandi afþreyingu sem í þeim felst fyrir bæði Fjarðabúa og gestkomandi til Fjarðabyggðar, segir Gunnar.

Það eina sem íbúar þurfa að gera er að framvísa á söfnunum íbúakorti (Fjarðakort) með nafni á söfnunum. Þeir sem ekki eiga Fjarðakort er bent á að senda beiðni um gerð korts á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, kennitölu og lögheimili.

Þau söfn sem um ræðir eru:

Íslenska Stríðsárasafnið

Sjóminjasafn Austurlands

Frakkar á Íslandsmiðum

Náttúrugripasafnið í Neskaupstað

Málverkasafn Tryggva Ólafssonar

Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.