Fræðslufundur með Jóni Jónssyni í kvöld
Fræðslufundur Jóns Jónssonar fyrir ungmenni um fjármál verður haldinn í Egilsstaðaskóla í kvöld. Fundurinn átti upphaflega að vera á miðvikudag en var þá frestað vegna veðurs.
Jón mun meðal annars fjalla um hvernig peningar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið þegar kemur að fjármálum, hvernig hægt er að láta peninginn endast örlítið lengur, listina að velja og hafna og margt fleira.
Fundurinn er ætlaður nemendum í unglingadeildum grunnskóla en foreldrar og forráðamenn eru velkomnir. Fyrirlesturinn er á vegum Arion banka og er unnin í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi en Arion banki er helsti styrktaraðili hennar.
Húsið opnar kl. 19:15, pítsur og gos í boði. Fyrirlesturinn hefst svo stundvíslega kl. 19:30. Skráning fer fram hér á vef Arion banka. Þeir sem áður höfðu skráð sig eru beðnir um að gera það aftur.