Skip to main content

Fótunum kippt undan Skaftfelli?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. feb 2011 14:33Uppfært 08. jan 2016 19:22

skaftfell_listnemar_web.jpgSeyðfirðingar telja að fótunum verði kippt undan rekstri menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells með fyrirhuguðum niðurskurði á opinberum framlögum til miðstöðvarinnar.

 

Í drögum að nýjum samningi milli Menningarráðs Austurlands og ríkisins er ekki gert ráð fyrir framlagi til menningarmiðstöðvanna en Skaftfell er miðstöð myndlistar á Austurlandi.

Þetta telur menningar- og ferðamálanefnd Seyðisfjarða „grafalvarlegt mál.“ og kippi fótunum undan Skaftfelli.

„Átta milljónir til reksturs starfsmanns og húsnæðis er langt undir þörfum starfseminnar. Eðlilegra væri að rekstrarkostnaður miðstöðvarinnar væri um 16.000.000.“

Um næstu helgi opnar sýning útskriftarnema frá Listaháskóla Íslands í Skaftfelli. Þeir hafa dvalist á Seyðisfirði undanfarna tíu daga.