Skip to main content

„Fyndin, skemmtileg, vandræðaleg og kannski svolítið klúr á köflum“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. maí 2016 11:34Uppfært 26. maí 2016 11:36

Leikfélag Norðfjarðar stendur fyrir Stuttverkasýningunni Gleym mér ei, í Egilsbúð á Norðfirði í kvöld.



„Þetta er í fyrsta skipti sem Leikfélags Norðfjarðar setur upp stuttverkasýning fyrir fullorðna, en hugmyndin var búin að blunda í okkur í allan vetur,“ segir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, formaður leikfélagsins.

Sýndir verða fjórir einþáttungar og spunaverk inn á milli. „Við ákváðum að setja spunaverk inn á milli, en þar sýnum við áhorfendum hvernig við vinnum.

Þetta eru gamanverk sem spanna allan, erum fyndin, skemmtileg, vandræðaleg og kannski svolítið klúr á köflum, þó engin nekt sem ætti að særa blygðunarkennd áhorfenda. Sýningin er því bönnuð innan átján ára, líka af því að barinn verður opinn, en að sjálfsögð megna unglingar koma í fylgd með fullorðnum.“

Sýningin hefst klukkan 21:00, frítt er inn og nánar má fylgjast með viðburðinum hér.