Skip to main content

Fyrirlestur um varðveislu menningararfsins

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. jún 2010 10:02Uppfært 08. jan 2016 19:21

Skálanessetur við Seyðisfjörð stendur fyrir fyrirlestri á Hótel Öldunni í dag klukkan 10:00-12:00, þar sem breskir og skoskir sérfræðingar í varðveislu menningararfsins kynna starfsemi setra og fyrirtækja.

skalanessetur.jpgÞessir bresku og skosku aðilar eru í verkefni á Íslandi sem ber vinnuheitið ITCHI, á vegum eins af viðskiptavinum Skálaness í Skotlandi sem sérhæfir sig í að senda fólk út um allan heim í menningar- og náttúrutengd verkefni. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í varðveislu menningararfsins og eitt af verkefnum hans, meðan á dvöl þeirra stendur, er að ganga frá fornleifauppgraftarsvæðinu á Þórarinsstöðum, en nú er unnið að uppsetningu skilta og frágangi jarðvegar til að bæði vernda minjarnar og gera þær jafnframt aðgengilegar og sýnilegar. 

Hópar sem þessir koma nokkrir á ári, áherslan er yfirleitt meiri á rannsóknir á náttúru og dýralíf, en einnig koma hópar sem listamönnum og sérfræðingum á öðru sviði sem sjá sér hag í að dvelja í Skálanesi rannsóknum sínum til framdráttar, eða einfaldlega til að njóta umhverfisins og nálægðar við náttúruna!

Fyrirlestrarnir í dag eru. 

Anne Martin er frá White Wave, Skyes Outdoor Centre. Hún er einnig þekkt sem gelískur söngvari og hefur gefið tónlist sína í Skotlandi. Hún mun fjalla um hefðbundna vinnusöngva í Norður Skye, Skotlandi. 

Victoria Evans vinnur við útlán frá National Museum of Scotland. Í starfi hennar felst að ákvarða með útlán á þjóðargersemum Skotlands, sjá um að flutningar gangi tryggilega fyrir sér og vinna í nánu samstarfi við söfn á svæðinu við uppsetningu gripa. 

Rachel Clarke vinnur sjálfstætt við rannsóknir fyrir söfn, hún er hönnuður og vinnur að auki við munnlega geymd. Í fyrirlestri sínum kynnir hún listir og arfleifð í Norðaustur Englandi.

John Charlton vinnur sem verkefnastjóri við North Pennines AONB living Pennines Project. Hann mun kynna verkefnið sem felur í sér margvíslega nálgun á varðveislu menningararfsins.

Sheen Irving er sjálfstæður framleiðandi á sjón- og hljóð efni fyrir söfn og setur í Englandi og hefur unnið sem slíkur í áratugi við góðan orðstír. 

Árný Bergsdóttir starfsmaður Miðstöðvar menningarfræða á Austurlandi kynnir verkefnið Aldamótarbæinn.

Fyrirlestrarstjóri er síðan Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands.