Fyrsta sýning ársins í hafnarhúsinu á Borgarfirði

Fyrsta sýning ársins í Glettu, nýju sýningarrými á þriðju hæð í hafnarhúsinu á Borgarfirði, verður opnuð á morgun.

Það eru listamennirnir Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir leiða saman hesta sína á sýningunni Endaleysa. Þar sýna þær ný og eldri verk sem unnin eru út frá samtali þeirra á milli.

Sýningin er sú fyrsta af þremur í sýningarröð ´uns Superstructure í sýningarrými Glettu 2021. Þann 22. maí opnar þar samsýning Önnu Hallin, Ingu Þórey Jóhannsdóttur, Kristínar Reynisdóttur og Olgu Bergmann. Í lok júlí hefst síðan sýning Geirþrúðar Finnbogadóttur og Esteban Rivera.

Þess á milli verður sýning undir stjórn Andra Björgvinssonar þar sem hann sýnir ásamt Gylfa Sigurðssyni, Geirþrúði Einarsdóttur, Rúnari Erni Marinóssyni og Auði Ómarsdótur.

Opnunin á morgun er frá 16-18 en sýningin sjálf stendur til 18. maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.