Skip to main content

Fyrsta sýning ársins í hafnarhúsinu á Borgarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. apr 2021 20:04Uppfært 16. apr 2021 20:04

Fyrsta sýning ársins í Glettu, nýju sýningarrými á þriðju hæð í hafnarhúsinu á Borgarfirði, verður opnuð á morgun.


Það eru listamennirnir Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir og Guðrún Benónýsdóttir leiða saman hesta sína á sýningunni Endaleysa. Þar sýna þær ný og eldri verk sem unnin eru út frá samtali þeirra á milli.

Sýningin er sú fyrsta af þremur í sýningarröð ´uns Superstructure í sýningarrými Glettu 2021. Þann 22. maí opnar þar samsýning Önnu Hallin, Ingu Þórey Jóhannsdóttur, Kristínar Reynisdóttur og Olgu Bergmann. Í lok júlí hefst síðan sýning Geirþrúðar Finnbogadóttur og Esteban Rivera.

Þess á milli verður sýning undir stjórn Andra Björgvinssonar þar sem hann sýnir ásamt Gylfa Sigurðssyni, Geirþrúði Einarsdóttur, Rúnari Erni Marinóssyni og Auði Ómarsdótur.

Opnunin á morgun er frá 16-18 en sýningin sjálf stendur til 18. maí.