Skip to main content

Fyrsta sýningin í Tanknum á Djúpavogi opnuð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. ágú 2016 17:37Uppfært 16. ágú 2016 11:04

Myndlistarýningin Galdrar og Galdramál var opnuð í Tanknum á Djúpavogi í gær. Um er að ræða sýningu á verkum Sögu Unnsteinsdóttur sem eru unnin úr gömlum bókum.


Þetta er fyrsta formlega myndlistarsýningin sem haldin er í Tanknum sem hreinsaður var að innan í sumar og gerður að viðburða- og sýningarrými. Sýningin verður opin daglega á milli 11:00 og 16:00.

Myndlistarkonan Saga Unnsteinsdóttir vinnur verkin á sýningunni sem fyrr segir úr gömlum bókum en hún segist hafa áhuga á því hvernig hlutir geta borið fortíðinni vitni. „Hlutir eru hlutlaus vitni, þeir eiga ekki að geta skrökvað... eða hvað? Í þessu verki eru einungis gamlir og endurnýttir hlutir, sem lánaðir eða gefnir voru, og sem allir hafa orðið vitni að einhverju. Það sem ég reyndi var að fá þá alla til að segja mér sögu og tala við hvor annan til að búa til einhverja sögu. Ég býð ykkur að rannsaka þá,“ segir Saga meðal annars í umfjöllun um sýninguna á vef Djúpavogshrepps.