Skip to main content

Góð mæting á fræðslufund um einelti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. nóv 2012 23:16Uppfært 08. jan 2016 19:23

ekkimeir.jpg
Góð mæting var á EKKI MEIR fræðsluerindi Æskulýðsvettvangsins, sem haldið var í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum fyrir skemmstu. 

Ríflega 30 manns tengdir íþróttahreyfingunni, skólakerfinu og ýmiskonar tómstundastarfi fyrir börn hlýddu þar á Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing fjalla um einelti og viðbrögð við því.
 
Margt gagnlegt kom fram á fyrirlestrinum en hann byggði á bókinni EKKI MEIR sem Kolbrún gaf út nýverið. Á fundinum var aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift, en nálgast má áætlunina hér á vef Æskulýðsvettvangsins.
 
Kolbrún hefur farið víða um land á vegum Æskulýðsvettvangsins en hér var það UÍA sem sá um fyrirlesturinn.