![](/images/stories/news/2016/greta_mjoll_samuelsdottir.jpg)
Gengur alltaf um með mat í töskunni
Íþróttafrömuðurinn, orkuboltinn og Djúpavogsbúinn Greta Mjöll Samúelsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar á Austurfrétt.
Fullt nafn: Greta Mjöll Samúelsdóttir
Aldur: 28
Starf: Íþróttakennari Djúpavogsskóla og íþróttaþjálfari Neista.
Maki: William Óðinn Lefever.
Börn: Regína Anna Lefever.
Best í heimi? Saltkjöt & baunir, já og dóttir mín auðvitað!
Hver er þinn helsti kostur? Jákvæðni.
Hver er þinn helsti ókostur? Hvatvísi.
Uppáhalds hlutur? Erfitt að velja á milli elskulega úkkans míns (ukulele), góða pottjárnpottsins míns og kæru Kitchenaid.
Hvað er í töskunni þinni? Yfirleitt hlutir sem eiga ekkert að vera þar. Fullt af hárteygjum og spennum, sem nýtast þó vel en eru samt alltaf fyrir. Kvittanir. Hárbursti. Ilmvatnið mitt. Málningardót. Alltaf e-r matur (svo ég verði aldrei svöng, það vill enginn sjá). Og yfirleitt aldrei það sem virkilega ætti að vera þar eins og t.d. veskið mitt.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Easy! Fljúga!
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Everywhere með Fleetwood Mac.
Hvernig líta kósífötin þín út? Stór bolur og stórar buxur. Og svo auðvitað hekluðu skórnir frá Gretu ömmu.
Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerir þú? Það hefur yfirleitt e-ð að gera með súkkulaði, góða bíómynd og brennt popp.
Settir þú þér markmið fyrir árið? Já og nei, kannski ekkert fast. En stefni áfram á heilbrigt líferni, gleði og gaman.
Draumastaður í heiminum? Heima þegar ég er nýbúin að þrífa, allir eru glaðir og maturinn mallar.
Topp þrjú á þínum „bucket list“? Akkurat núna er það að klífa Búlandstind, heimsækja Papey og svo langar mig hrikalega að læra á banjó!
Duldir hæfileikar? Get innbyrt allt að tvo lítra af súkkulaðiís í einu. Án þess að gubba. Ok, skilgreindu hæfileika!
Mesta afrek? Regína.
Ertu nammigrís? Ójá!
Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma! Hefur alltaf verið, og verður örugglega alltaf! Systa og Smúllinn (Samúel Örn) fylgja fast þar á eftir!
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Húmor!
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Er reyndar á leiðinni í læknarúnt til Reykjavíkur um helgina. En því tilvalið að halda eins og tvö stykki barnaafmæli, fara í tvö í viðbót og skírn í leiðinni. Bara svona basic. Immmitt.