Gistu næturlangt í snjóhúsi

Tveir hressir sjö ára strákar á Breiðdalsvík, þeir Ernst Ingólfur Martinsson og Baltasar B. Bjarkason tóku sig nýverið til og gistu í snjóhúsi eins og kennd eru við eskimóa.


Sjö stiga frost var nóttina sem strákar sváfu í húsinu en þeim leið samt ljómandi vel. Þeir voru steinsofandi þegar móðir Ernst, Christa Feucht, þurfti að vekja þá til að fara í skólann.

Hún hafði sjálf prófað snjóhúsið kvöldið áður og fundist það hlýtt og gott. Það er nú hins vegar bráðnað líkt og mest allur snjór í byggð á Austfjörðum.

Myndir: Christa M. Feucht

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.