Góðgerðarvika í ME til styrktar geðheilbrigðismálum á Austurlandi

Góðstendur nú yfir í Menntaskólanum á Egilsstöðum og allur ágóði hennar rennur til geðheilbrigðismála á Austurlandi.



„Við vorum búin að ganga með þetta í maganum lengi en það var ekki fyrr en núna sem við létum til skarar skríða og skipað var fjörra manna „góðgerðarráð“ til þess að skipuleggja vikuna.

Það var einróma vilji fyrir því að láta ágóðann renna til styrktar geðheilbrigðismála á Austurlandi, en okkur langaði að láta gott af okkur leiða en á sama tíma búa til góða stemmingu í skólanum,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags ME.

 


Fjölbreytt dagskrá alla vikuna

Fyrstu viðburðirnir voru í gær þegar „lag góðgerðarvikunnar“ var frumsýnt, en það er tónlistarmyndband sem nemendur skólans gerðu fyrir tilefnið og Landsbankinn styrkti.

„Í dag verður karnival-stemming í öllum pásum og happdrætti sem hin ýmsu fyrirtæki í bænum hafa styrkt, búið er að baka kökur og við verðum með popp til sölu.

Á miðvikudaginn mun Sigurbjörg Lovísa, nemendi við skólann, að halda fyrirlestur um sína reynslu af geðheilbrigðisþjónustu og segja stuttlega frá sínu stöðuga bataferli. Á morgun verður líka „góðgerðacrossfit“ í Crossfit Austur, þar sem kostar 1000 krónur inn og allur ágóðinn rennur beint í sjóðinn okkar.

Á fimmtudaginn munu svo nemendur framkvæma eða sýna áskoranirnar sem búið var að heita á þau að gera fyrir pening og um kvöldið verða svo Góðgerðatónleikar TME haldnir í annað skipti, en í ár verða þeir órafmagnaðir með kaffihúsastemmingu upp á sal skólans. Þar kostar 1500 krónur inn og allir eru velkomnir að koma og eiga notalega kvöldstund og styrkja á sama tíma gott málefni.“

Ljósmynd: Góðgerðarráðið, frá vinstri: Emilía Sól Guðgeirsdóttir, Ásgerður Hlín Þrastardóttir, Andrea Rós Beck Helgadóttir og Rebekka Karlsdóttir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.