„Hægt að velja sér hvaða fjall sem er“
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. maí 2017 13:46 • Uppfært 17. maí 2017 13:51
„Fólki líkar það að skíða brekkur sem enginn hefurskíðað eða eru allavega ósnertar eftir síðustu snjókomu,“ segi Sævar Guðjónssin ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri við Eskifjörð, en Að austan heimsótti Sævar þar sem hann var með erlendan hóp á fjallaskíðum í Oddsdal í Norðfirði á dögunum.
Fjallaskíðamennska er íþrótt sem er að sækja sig veðrið hérlendis og er þetta annar veturinn sem Sævar tekur á móti hópum sem langar að skíða í austfirskum fjöllum án þess að vera á hefðbundnum skíðasvæðum. „Þetta skíðaævintýri hófst þannig að við vorum búnir að vera töluvert í sambandi, ég og Jökull Bergmann, sem rekur Bergmenn í Skíðadal. Hann var alltaf á leiðinni og kom í fyrra með prufuhóp á Mjóyeri, skoðaði marga staði og setti það svo í markaðssetningu fyrir þennan vetur,“ segir Sævar.