Skip to main content

Hammondhátíð hófst í gærkvöldi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. maí 2011 11:51Uppfært 08. jan 2016 19:22

djupivogur.jpgHammond-hátíð á Djúpavogi hófst í gærkvöldi með tónleikum ASA-tríósins og Tónleikafélags Djúpavogs. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði utan tónleika um helgina.

 

Tónleikar kvöldsins verða með „Landsliðinu“ en það skipa Páll Rósinkrans, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Jóhann Hjörleifsson, Tómas Jónsson og Róbert Þórhallsson. Tónleikarnir hefjast á Hótel Framtíð klukkan 20:30.

Á morgun mæta gleðigjafarnir í Baggalúti á svið á Hótel Framtíð klukkan 20:30. Á morgun gefst hljóðfæraleikurum færi á að kynnast Hammond orgelinu frá klukkan 15:00 á hótelinu.

Hátíðinni lýkur með tónleikum í Djúpavogskirkju klukkan 14:00 á sunnudag. Þar koma fram Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og József Béla Kiss, sem syngur einsöng, Andrea Kissné Refvalvi, sem leikur á fiðlu og Guðlaug Hestnes á píanó.

Milli viðburða er ýmislegt í gangi í bænum svo sem handverkssýningar, opnun á söfnum og tilboð í verslunum, gönguverður og KUBB-mót.

Nánari upplýsingar eru á www.djupivogur.is.