Haukur Steinn og Dvalinn unnu Stóru upplestrarkeppnina: Myndir

upplestur
Haukur Steinn Jóhannsson, Nesskóla og Dvalinn Lárusson Snædal, Brúarásskóla fóru með sigur af hólmi í Stóru upplestrarkeppninni þegar úrslitakeppnir hennar voru haldnar heima í Héraði fyrir skemmstu. 

Í keppninni eru það nemendur í sjöunda bekk grunnskólanna sem spreyta sig í upplestri á texta. Umferðirnar voru þrjár. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar var lesið upp brot úr Benjamín Dúfu eftir Friðrik Erlingsson, í annarri umferð ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og ljóð að eigin vali í þeirri þriðju. Dómnefnd mat frammistöðu keppenda.

Héraðshátíðirnar eru tvær á Austurlandi. Önnur haldin á Fáskrúðsfirði fyrir Fjarðabyggð, Breiðdalshrepp og Djúpavogshrepp. Þar varð Haukur Steinn Jóhannsson, Nesskóla, í fyrsta sæti, Eva Dröfn Jónsdóttur úr grunnskóla Fáskrúðsfjarðar önnur og Tinna Rut Þórarinsdóttir, Nesskóla, þriðja.

Hin hátíðin var haldin á Egilsstöðum. Þar varð Dvalinn Lárusson Snædal úr Brúarásskóla efstur, Sigurlaug Eir Þórsdóttir úr Hallormsstaðarskóla önnur og Anna Guðný Elísdóttir, Vopnafjarðarskóla, þriðja.

Myndir: Austurfrétt og Skólaskrifstofa Austurlands
 
upplesturupplesturupplesturupplesturupplesturupplesturupplesturstora_upplestrarkeppnin_egs_0019_web.jpgstora_upplestrarkeppnin_egs_0032_web.jpgupplesturstora_upplestrarkeppnin_egs_0024_web.jpgstora_upplestrarkeppnin_egs_0031_web.jpgstora_upplestrarkeppnin_egs_0042_web.jpgstora_upplestrarkeppnin_egs_0018_web.jpgstora_upplestrarkeppnin_egs_0021_web.jpgstora_upplestrarkeppnin_egs_0038_web.jpgupplesturupplesturupplesturupplestur_fask1_web.jpgupplestur_fask2_web.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.