Hefja Franska daga með sól í hjarta

Bæjarhátíðin Franskir dagar hefjast á Fáskrúðsfirði í dag. Um tvö þúsund manns sækja hátíðina ár hvert og brottfluttir nota tækifærið til að koma heim.


„Helgin er mikið notuð fyrir ættarmót og fermingarbarnamót. Ég veit um að minnsta kosti tvö fermingarbarnamót þessa helgi og eitt ættarmót,“ segir María Óskarsdóttir, formaður skipulagsnefndar Franskra daga.

Hún segir hátíðina í ár nokkra hefðbundna en segja má að hátíðin sé sett með kenderísgöngu í kvöld. Af öðrum viðburðum má nefna tónleika, dansleiki, íþróttakeppnir, að minning franskra sjómanna sé heiður og Íslandsmótið í pétanque.

„Það er kúluspil ekki ósvipað boccia en spilað með stálkúlum. Það er vinsælt í Suður-Evrópu en við vitum ekki til þess að í því sé keppt annars staðar á Íslandi. Það hafa alltaf verið nýir og nýir meistarar á hverju ár svo það virðist erfitt að verja titilinn.“

Þá verður málþing á laugardag um Einar Sigurðsson bátasmið á laugardag en í ár eru 120 ár liðin frá fæðingu hans. Einar byggði á sínum tíma upp mikið veldi í skipasmíði og töluðu Fáskrúðsfirðingar um Oddaverkstæði. Einar smíðaði meðal annars bátinn Rex NS-3 sem tekur á móti gestum við komuna til Fáskrúðsfjarðar.

María segir áætlað að 1500-2000 manns sæki hátíðina en ekki er vitað um nákvæman fjölda þar sem aðeins er selt inn á staka viðburði hennar. Veðurspáin hefur alltaf áhrif en hún hefur oft verið betri.

„Það rignir núna en er að létta til. Við höldum hátíðina með sól í hjarta. Við höfum að minnsta kosti ekki gert neinar ráðstafanir til að breyta dagskránni.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.