Skip to main content

„Heima er hér“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. mar 2017 15:16Uppfært 21. mar 2017 22:03

Esther Brune á segist hafa lært íslensku í bútum eftir því við hvað hún vann hverju sinni. Hún segir tungumálið hafa verið framandi og erfitt í fyrstu og segir að það þvælist enn stundum fyrir sér, tæpum fjörutíu árum eftir að hún flutti til landsins. Esther sagði sögu sína í þættinu Að austan á N4 á dögunum.



Stundum er sagt að ástin sigri allt og það á vel við þegar Esther á í hlut. Hún er fædd og uppalin í Suður Afríku og ætlaði aðeins að koma til Íslands og vinna í fiski í hálft ár, en endaði með því að giftast íslenskum manni, Kjartani Reynissyni, setjast að á Fáskrúðsfirði og eignast með honum fjögur börn.

Í dag er hún menntaður sjúkraliði og vinnur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Hún segir að „heima“ sé á Íslandi þó svo að þau hjónin heimsæki hennar heimaslóðir reglulega.