Skip to main content

Heimismenn þurfa að fresta Austurlandsreisu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2013 23:52Uppfært 08. jan 2016 19:24

karlakorinn_heimir_web.jpg
Karlakórinn Heimir hefur frestað þeim tvennu tónleikum sem hann hugðist halda á Austurlandi um helgina vegna veikinda.

Í tilkynningu frá kórnum frá í kvöld kemur fram að flensur og önnur óáran hafi herjað á meðlimi kórsins. „Þrír einsöngvarar af fimm hafa mátt lúta í gras auk margra almennra kórmanna.“

Kórinn ætlaði að syngja á Eskifirði og Egilsstöðum á morgun en ferðinni er nú frestað um óákveðinn tíma.