Helgin: „Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara“

„Þeir eru besta Deep Purple band í heimi, það er ekkert flóknara en það,“ segir Halldór Warén, rekstrarstjóri Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, en hljómsveitin Purpendicular verður með tónleika í Valaskjálf annað kvöld.



„Bandið er viðurkennt af félögum sjálfum og eru ekki aðeins frábærir tónlistarmenn, heldur er rosalega gaman að horfa á þá á sviði. Ég myndi ekki segja að þessir tónleikar væru aðeins fyrir Deep Purple aðdáendur, því flestir þekkja alla þessa slagara. Þeir spiluðu hjá okkur í fyrra sumar og þeir sem komu voru mjög ánægðir og sjálfur komu þeir mér verulega á óvart. Þeir spiluðu á Hard Rock í gærkvöldi, eru á Græna hattinum í kvöld og enda hjá okkur á morgun. Ég myndi segja að enginn ætti að láta þetta frá hjá sér fara,“ segir Halldór.

Hér má fá frekari upplýsingar um viðburðinn.



Þróttur keppir til undanúrslita í blaki í dag

Meistaraflokkur Þróttur kvenna í blaki keppir til undanúrslita í Kjörísbikarnum í Laugardalshöllinni í dag klukkan 14:00. Nánar má lesa um það hér.



Byggðarráðstefna Ungs Austurlands

Félagið Ungt Austurlands, sem stofnað var í október, gengst fyrir byggðaráðstefnu um framtíð fjórðungsins á Borgarfirði um helgina. Markmið ráðstefnunnar er að fá ungt fólk til að hafa áhrif á stefnumótun fyrir svæðið og ræða saman á jafningjagrundvelli.

Allir eru velkomnir og hér má lesa nánar um ráðstefnuna og hér má lesa skemmtilegt viðtal við formanninn, Margréti Sigríði Árnadóttur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.