Skip to main content

Helgin: „Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. apr 2017 12:03Uppfært 07. apr 2017 12:04

„Þeir eru besta Deep Purple band í heimi, það er ekkert flóknara en það,“ segir Halldór Warén, rekstrarstjóri Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, en hljómsveitin Purpendicular verður með tónleika í Valaskjálf annað kvöld.



„Bandið er viðurkennt af félögum sjálfum og eru ekki aðeins frábærir tónlistarmenn, heldur er rosalega gaman að horfa á þá á sviði. Ég myndi ekki segja að þessir tónleikar væru aðeins fyrir Deep Purple aðdáendur, því flestir þekkja alla þessa slagara. Þeir spiluðu hjá okkur í fyrra sumar og þeir sem komu voru mjög ánægðir og sjálfur komu þeir mér verulega á óvart. Þeir spiluðu á Hard Rock í gærkvöldi, eru á Græna hattinum í kvöld og enda hjá okkur á morgun. Ég myndi segja að enginn ætti að láta þetta frá hjá sér fara,“ segir Halldór.

Hér má fá frekari upplýsingar um viðburðinn.



Þróttur keppir til undanúrslita í blaki í dag

Meistaraflokkur Þróttur kvenna í blaki keppir til undanúrslita í Kjörísbikarnum í Laugardalshöllinni í dag klukkan 14:00. Nánar má lesa um það hér.



Byggðarráðstefna Ungs Austurlands

Félagið Ungt Austurlands, sem stofnað var í október, gengst fyrir byggðaráðstefnu um framtíð fjórðungsins á Borgarfirði um helgina. Markmið ráðstefnunnar er að fá ungt fólk til að hafa áhrif á stefnumótun fyrir svæðið og ræða saman á jafningjagrundvelli.

Allir eru velkomnir og hér má lesa nánar um ráðstefnuna og hér má lesa skemmtilegt viðtal við formanninn, Margréti Sigríði Árnadóttur.