Skip to main content

Helgin: „Höfum fengið aðflutta íbúa til að kynna sína matarmenningu“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. nóv 2017 15:29Uppfært 18. nóv 2017 18:56

„Við höfum haldið þessi matreiðslunámskeið í fimm eða sex ár, þar sem við höfum fengið aðflutta íbúa frá til dæmis Kína, Brasilíu, Póllandi og Indlandi til að kynna fyrir okkur sína matarmenningu.

Þetta hefur yfirleitt vakið mikla lukku og verið mjög vel sótt,“ segir Málfríður Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Matreiðslunámskeið Rauða Krossinns á Héraði og Borgarfirði eystra.

Á morgun laugardag heldur Rauði Krossinn matreiðslunámskeið í Egilsstaðaskóla þar sem kennt verður að elda á tékkneska/slóvenska vísu og fræðir einnig um matarmenningu þeirra. Einnig verður boðið upp á skemmtun þar sem sýnikennsla verður í listaverka piparkökustreytingum.

Námskeiðið stendur frá því kl. 11:00 – 15:00 og fer skráning fram hjá Málfríði í síma 869-7218

Killer Queen tónleikar

Föstudagskvöldið 17. nóvember heldur hljómsveitin Killer Queen tónleika í Valaskjálf. Hér fáum við að heyra allt það besta sem hljómsveitin Queen sendi frá sér en strákarnir hafa getið sér gott orð fyrir magnaðann flutning á þeirra lögum. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00


Lokatónleikar Oddskarðsganga

DDT – skordýraeitur fagnar lokun Oddskarðsganga með tónleikum í Beituskúrnum og safnar í leiðinni fyrir upptökum sem hljómsveitin stefnir í á næstu vikum.
Tónleikarnir verða í Beituskúrnum Neskaupsstað laugardagskvöldið 18. nóvember kl. 22:00. Nánar um tónleikana hér 


Kristinn Sigmundssdon á Eskifirði

Sunnudaginn 19. nóvember halda Kristinn Sigmundsson, stórsöngvari og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari tónleika í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, en nánari upplýsingar má finna hér