Helgin: Ljósahátíð hefst á Seyðisfirði

Listahátíðin List í ljósi verður sett á Seyðisfirði í fyrsta sinn í kvöld. Framhaldsskólanir velja framlag sitt í söngkeppni framhaldsskólanna og karlalið Þróttar í blaki tekur á móti Stjörnunni.


Ljósahátíðin hefst í dag með ýmsum uppákomum en aðal fjörið verður annað kvöld milli klukkan átta og tólf þar sem kveikt verður á ljósverkum í bænum.

Í boði verður allt frá innsetningum og videóverkum til stærri ljósskúlptúra. Jafnt innlendir sem erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni.

„Við erum í raun að fagna komu sólar sem hefur ekki látið sjá sig í nokkra mánuði, það er svolítið pælingin á bak við þetta,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir annar skipuleggjanda hátíðarinnar í samtali við Austurgluggann en hún ásamt Celiu Harrison frá Nýja Sjálandi hafa staðið að undirbúningi listahátíðarinnar.

Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum standa í kvöld fyrir sameiginlegri söngvakeppni. Níu atriði keppa og verður útnefnt eitt sigurlag frá hvorum skóla. Keppnin verður á sal Menntaskólans á Egilsstöðum og hefst klukkan 19:00.

Karlalið Þróttar í blaki tekur á móti Stjörnunni um helgina. Fyrri leikurinn er klukkan átta í kvöld en sá seinni 13:30 á morgun. Stjarnan er fyrir leikina í öðru sæti úrvalsdeildar karla en Þróttur í því þriðja.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.