Helgin; Spunaleiklist eins og handboltaleikur

„Ég lofa ógeðslega fyndinni sýningu og það væri frábært að hafa fullt af fólki í salnum,“ Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi Improv Ísland, en flokkur frá þeim verður með sýningu í í Tónlistarmiðstöð Austurlands á sunnudagskvöldið klukkan 20:00.



„Við vorum að klára okkar síðustu sýningu í vetur hér fyrir sunnan og það er virkilega skemmtilegt að enda leikárið með því að fara út á land. Þetta verða tvær hálftíma sýningar með hléi á milli.“

Dóra segir að hægt sé að líkja spunalistinni við handboltaleik. „Við vitum aldrei hvað er að fara að gerast og spinnum allt á staðnum. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, æfa tæknina og verða sterkari í sportinu. Þrátt fyrir að vita aldrei neitt þá krefst þessi tegund leikhúss mikillar tækni, við verðum að þora, hlusta vel til þess að geta tekið á móti öllum boltum. Þetta er svolítið eins og handboltaleikur – maður veit ekkert hvað á eftir að gerast í honum, eða hver skorar hvar. En, ef leikmennirnir myndu ekki kunna reglurnar eða vera í góðu formi, þá væri leikurinn alveg glataður. Þetta er eins með okkur, við verðum að vera í mjög góðu formi og vera gott lið til að eiga stórleik.“

Aðgangur 2000 krónur en frítt fyrir börn á grunnskólaaldri.

Listasamkoma í Herðabreið

Eftirmiðdags listasamkoma verður í Herðubreið á Seyðisfirði á morgun, föstudag. Listakonan Uta Pütz sýnir verk í vinnslu, undir yfirskriftinni When I Visit Homes. Verkin hafa verið í þróun síðustu tvo mánuði meðan Uta dvaldi sem gestalistamaður Skaftfells, í boði Goethe-Institut Dänemark.

Mary Hurrell mun einnig ljúka tveggja mánaða dvöl sinni með því að flytja Stereoskin, sem er sjón og hljóðverk, kl. 18:30 í bíósalnum og flutningur tekur 20 mínútur. Hér lesa nánar um viðburðina.



List án landamæra í fullum gangi

List án landamæra var sett á Egilsstöðum í gær en sýningar standa til 11. maí. Hér má sjá dagskrána í heild sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.