Helgin: Sýning listnema opnar í Skaftfelli

Árleg sýning myndlistarnema við Listaháskóla Íslands opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði á morgun. Í Sláturhúsinu verður ljósmyndasýning í tilefni afmælis Barnaheilla og toppslagur verður í fyrstu deild karla í körfuknattleik.


Undanfarnar tvær vikur hafa fimmtán nemar úr myndlistardeildinni, tvö börn og hundur dvalist á Seyðisfirði. Útskriftarnemarnir hafa verið fastagestir í Skaftfelli frá árinu 2001.

Þeir kynnast lífinu í bænum og nýta sér þekkingu og hráefni þar við listsköpun. Afraksturinn er sýndur á sýningunni sem stendur til 2. apríl.

Klukkan fjögur á morgun opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum ljósmyndasýningin „Óskir íslenskra barna“ sem er gjöf Barnaheilla - Save the Children og Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Sýningin stendur yfir til 11. febrúar 2017.

Þá mætast í kvöld Fjölnir og Höttur í Grafarvogi í toppslag fyrstu deildar karla í körfuknattleik. Höttur hefur tveggja stiga forskot og leik til góða þegar flautað verður til leiks klukkan 19:30.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.