Helgin: Uppskeruhátíð og lokatónleikar LungA á morgun

Mikið er um að vera á Austurlandi um helgina en einna hæst ber uppskeruhelgi listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði, þá eru tónleikar bæði í Valaskjálf og Fjarðarborg auk þess sem haldið er uppá bókaútgáfu og austfirsk knattspyrnulið há kappleiki víða um land.


LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, er hátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum. Hátiðin hefur staðið síðan á mánudag en lýkur með uppskeruhelgi í dag og á morgun.

Í kvöld klukkan 20:30 hefjast sýningar sem eru fjölbreyttar að vanda en Lokasýningin sjálf, uppskeruhátíð námskeiða vikunnar, hefst klukkan 15:00 á morgun. Hátíðin nær svo ákveðnum hápunkti með sannkölluðum stórtónleikum annað kvöld á Norðursíldarplaninu á Seyðsfirði en þar koma fram hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir Human Woman, Fufanu, Ayia, Fura, GKR og Hatari.

Fleiri tónleikar verða haldnir í fjórðungnum um helgina. Deep Purple tribute bandið Purpendicular heldur tónleika í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardagskvöld og á sama tíma heldur hljómsveitin Austurland að glettingi U2 tribute tónleika í Fjarðarborg á Borgarfirði.

 

Í dag klukkan 17:00 verður haldið uppá útgáfu bókarinnar 101 Austurland - Tindar og toppar, eftir Skúla Júlíusson, í Bókakaffi Hlöðum. 

 

Ausfirsku karlaknattspyrnuliðin eiga öll leiki um helgina en kvennaliðin í fjórðungnum öttu kappi í gærkvöldi en þá lutu Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir í lægra haldi fyrir Einherja 2-0 á Vopnafjarðarvelli.

Leikir karlaliðana fara allir fram klukkan 14:00 á morgun. Í Inkasso-deildinni mætir Fjarðabyggð Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði, Huginn á heimaleik við Selfoss og Leiknir tekur á móti HK í Fjarðabyggðarhöllinni. Höttur sækir Gróttu heim í 2. Deildinni og Einherji tekur á móti Davík/Reyni í 3.deild.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.