Helgin; „Varla betri tími til að ná slaka í axlirnar eftir erilsamar kosningar“

“Þetta fer fram kvöldið eftir kjördag – og verður kosningastemningunni gerð góð skil enda eru grín og kosningar gömul og góð blanda.

Það finnst varla betri tími til að ná slaka í axlirnar eftir erilsamar kosningar og líta í stutta stund á kómískar hliðar stjórnmálaástandsins,“ segir Hjörtur Bjarni hótelstjóri í Hótel Valaskjálf.

Mið - Ísland mun mæta til leiks í Valaskjálf sunnudaginn 29. október með uppistandið sitt Mið – Ísland, að eilífu.
Verkið gekk fyrir fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúskjallaranum frá janúar til maí á þessu ári.
Hópurinn hefur nú sett upp fjögur uppistandsverk sem um 60.000 áhorfendur hafa keypt miða og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn á yfir samtals 300 sýningum hópsins.
Uppistandshópinn skipa Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð.

Nánari um viðburðinn hér.

  

Kosningavökur og Halloween-party

Um helgina má svo finna kosningavökur og Halloween-party í flest öllum fjörðum sem vert er að kíkja á.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.