Skip to main content

Helgin; „Varla betri tími til að ná slaka í axlirnar eftir erilsamar kosningar“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. okt 2017 21:13Uppfært 26. okt 2017 21:16

“Þetta fer fram kvöldið eftir kjördag – og verður kosningastemningunni gerð góð skil enda eru grín og kosningar gömul og góð blanda.

Það finnst varla betri tími til að ná slaka í axlirnar eftir erilsamar kosningar og líta í stutta stund á kómískar hliðar stjórnmálaástandsins,“ segir Hjörtur Bjarni hótelstjóri í Hótel Valaskjálf.

Mið - Ísland mun mæta til leiks í Valaskjálf sunnudaginn 29. október með uppistandið sitt Mið – Ísland, að eilífu.
Verkið gekk fyrir fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúskjallaranum frá janúar til maí á þessu ári.
Hópurinn hefur nú sett upp fjögur uppistandsverk sem um 60.000 áhorfendur hafa keypt miða og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn á yfir samtals 300 sýningum hópsins.
Uppistandshópinn skipa Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð.

Nánari um viðburðinn hér.

  

Kosningavökur og Halloween-party

Um helgina má svo finna kosningavökur og Halloween-party í flest öllum fjörðum sem vert er að kíkja á.