Skip to main content

Hitinn í rúmar 26 gráður

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. jún 2021 21:54Uppfært 30. jún 2021 21:56

Hitinn á Austurlandi fór í rúmar 26 gráður á þremur stöðum á Austurlandi. Mestur hiti mældist á Egilsstöðum.


Samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands fór hitinn í 26,6 gráður á Egilsstöðum en i 26,1 gráðu bæði á Borgarfirði og Reyðarfirði. Almennt var hitinn vel yfir 20 gráðum eystra.

Þannig var til dæmis í Neskaupstað þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar í dag, en þar fór hitinn hæst í rúm 24 stig fyrir hádegi.

Tjaldsvæði í fjórðungnum eru flest þéttsetin af sólþyrstum gestum. Þeir flatmöguðu í dag og grilluðu í kvöld. Það heimafólk sem gat tók sér frí eða hætti innivinnu eins snemma og kostur var til að fara út í sólina.

Spáð er áframhaldandi hlýindum inn til landsins næstu daga, þó kannski ekki jafn miklum og í dag. Við ströndina er von á þokusúld seinni partinn á morgun og samhliða henni kólnar.

Nesk Sol 20210630 0008 Web
Nesk Sol 20210630 0015 Web
Nesk Sol 20210630 0042 Web
Nesk Sol 20210630 0057 Web
Nesk Sol 20210630 0059 Web
Nesk Sol 20210630 0066 Web
Nesk Sol 20210630 0067 Web
Nesk Sol 20210630 0071 Web