Skip to main content

Hjólar hringinn fyrir 12 ára vinkonu sína

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. júl 2012 19:45Uppfært 08. jan 2016 19:23

 Helga Hrönn Melsteð frá Breiðdalsvík hjólar nú hringinn í kringum landið til að safna styrkjum fyrir 12 ára krabbameinssjúka vinkonu sína.

„Það er 12 ára vinkona mín sem er að berjast við krabbamein í fæti. Hann var
tekinn af henni fyrir neðan hné og mér datt í hug að gera eitthvað í sambandi við
þetta. Fólk er náttúrulega bara í losti og peningavandræði alls staðar,“ segir Helga um vinkonu sína, Thelmu Dís Hilmarsdóttir.

Helga lagði af stað frá Breiðdalsvík í norðurátt síðastliðinn föstudag. Helga segist alltaf hafa ætlað sér að hjóla frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur, en ákvað að fara bara allan hringinn og safna styrkjum í leiðinni. Helga hyggst fara hringinn á 2 vikum og gistir hún í tjaldi á leiðinni.

„Fólki er velkomið að hjóla með mér spöl og spöl ef einhver hefur áhuga á því, bara
gaman að hafa félagsskap. Ég mun láta vita á Facebook hvar ég verð,“ bætir Helga við
að lokum.

Facebook síðu söfnunarinnar, með reikningsupplýsingum og staðsetningu Helgu má finna
hér: http://www.facebook.com/pages/Thelmu-hringur/196643040464774?ref=ts

 

 

hh.jpg