Skip to main content

Hjálmar og öryggisvesti á leikskóla Djúpavogs

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. nóv 2012 17:14Uppfært 08. jan 2016 19:23

leikskolaborn_djupivogur_sjova_web.jpg

Gréta Jónsdóttir, umboðsmaður Sjóvár á Djúpavogi, færði nýlega leikskólanum Bjarkatúni á Djúpavogi um 30 öryggisvesti og tvo öryggishjálma vegna notkunar á tveimur hlaupahjólum í eigu leikskólans. 

 

Frá vinstri eru þau Brynja Líf og Óðinn komin með nýju hjálmana á höfuðið. Stepanie Tara klæddi sig í öryggisvesti, en þau lýsa vel í myrkri og geta því komið sér afar vel í vetur. Á leikskólanum á Djúpavogi setja börnin öryggið á oddinn!